X. Kæruaðgerðir og fleira
X. Kæruaðgerðir og fleira
Staðan við sumarmál 1994
Leyndarskjölin tvö frá Hæstarétti mat ég sem sýnileg sönnunargögn um nýja og breytta starfshætti Hæstaréttar utan laga og réttar. Þau voru sönnunargögn, hverra tilvist hafði verið staðfest af Hæstarétti Íslands, ekki aðeins bréflega í tvígang, heldur einnig með því að taka upp kat7a úr fyrsta og ódagsetta leyndarbréfinu upp í dóm Hæstaréttar frá 29. mars 1994. Eins höfðu allir héraðsdómstólar landsins átta talsins, staðfest sannanlega móttöku sína á leyndarskjölunum. En allir þessir dómstólar, að Héraðsdómi Vestfjarða einum undanskildum, héldu skjölunum leyndum gagnvart mér og sennilega gagnvart öðrum lögmönnum.
Yrðu leyndarskjölin ekki afturkölluð og gerð ómerk var ekki annað að sjá en hér væri um að ræða nýja starfshætti Hæstaréttar Íslands, sem Hæstiréttur hafði ekki treyst sér til að svara fyrir. Og hér var ekki aðeins um nýja starfshætti Hæstaréttar að ræða, heldur allra héraðsdómstólanna, nema Héraðsdóms Vestfjarða, að því er virtist.
Og leyndarskjölin virtust hafa að minnsta kosti tvíþættan tilgang. Annar tilgangurinn fólst í skilaboðum Hæstaréttar til héraðsdómstólanna um að Hæstarétti þætti nóg um hversu mjög lögmenn hefðu notað heimildir laga til að kæra mál til Hæstaréttar. Mátti skilja ódagsetta leyndarbréfið svo, að um jafnvel grófa misnotkun og lögbrot hefði verið að ræða í sumum tilvikum, sem lögmenn hefðu átt hlut að. Var nærtækt að skilja ódagsetta leyndarbréfið svo, að Hæstiréttur Íslands mundi ekki taka mildilega á kærumálum af þessu tagi og rétt væri að dómarar við héraðsdómstólana vissu af því.
Var það óneitanlega til þess fallið að hafa áhrif á viðhorf héraðsdómara. Hæstiréttur gat að minnsta kosti óbeint og jafnvel beint snuprað dómara í forsendum dóma sinna. En að auki kom til, að allir dómar Hæstaréttar eru birtir í opinberu dómasafni og þeirri birtingu fylgir einnig birting á dómi héraðsdóms í því máli, sem skotið hefur verið til Hæstaréttar. Dómur Hæstaréttar, sem byggði á öðrum forsendum og var með annarri niðurstöðu en héraðsdómur, gaf til kynna að héraðsdómarinn hefði ekki glöggan skilning á málum eða lögfræðinni. Það gat jafnvel verið niðurlægjandi að fá mjög breyttan dóm í Hæstarétti og gat litið út sem héraðsdómurinn væri hálfgerður "auladómur", ef ekki eitthvað enn verra. Fyrsta og ódagsetta leyndarbréfið gat því verið áhrifarík ábending um, hvernig héraðsdómur skyldi taka á atriði sem mögulegt var að kæra til Hæstaréttar.
Þá fylgdi flokkuninni í listanum, sem fylgdi leynibréfinu, að sumir lögmenn virtust sekari um meinta misnotkun kæruheimilda en aðrir. Var því hætt við, að þeir yrðu ekki metnir eins góðir og gildir og aðrir lögmenn sem sjaldnar eða ekki höfðu kært.
Við þessa nýju starfshætti dómstólanna vildi skýrsluhöfundur ekki una. Reynslan hafði kennt honum að væri eitthvað, jafnvel þótt það væri lítilvægt en samt rangt og óforsvaranlegt, látið viðgangast í skiptum manna, mætti búast við fleiri aðgerðum, ólöglegum og óforsvaranlegum, sem gengju lengra og hefðu verri afleiðingar.
Fram til þessa höfðu aðgerðir skýrsluhöfundar innan réttarkerfisins, það er fyrir Hæstarétti og Héraðsdómi Reykjavíkur, og dómsmálaráðherra, auk aðgerða í fjölmiðlum, ekki skilað árangri. En ekki var fullreynt. Næstu aðgerðir beindust að Ríkissaksóknara.
Hverjum átti að senda kæru?
Ríkissaksóknaraembættið er það stjórnvald, sem oft er kært til í stærri málum og hefur yfirstjórn opinberra rannsókna á meintum lögbrotum í þjóðfélaginu. Rannsóknarlögregla ríkisins tekur þó sennilega við flestum kærum um meint refsiverð brot.
Á liðnum árum tel ég mig sjaldan hafa kært meint lögbrot til Ríkissaksóknaraembættisins og reynsla mín af þeim er sú, að mér hefur virst sem mikið þyrfti til að koma af stað opinberri rannsókn, sérstaklega þegar opinberir aðilar og ötlugir einkaaðilar hafa átt í hlut. Er mín niðurstaða sú, að jafnvel alvarlegar sakir og afdráttarlaus gögn hafa ekki dugað. Í sumum tilvikum hefur Ríkissaksóknaraembættið augljóslega haft stuðning fyrir afstöðu sinni í dómum Hæstaréttar, en ég get ekki fullyrt að svo hafi alltaf verið.
Auðvitað varð að kæra meint brot Hæstaréttar Íslands og héraðsdómstólanna til Ríkissaksóknara, en ég verð að játa að ég taldi líkurnar á að röggsamlega yrði tekið á kröfunni og rannsókn færi fram væru ekki miklar. Og ég gæti alls ekki talið það tryggt að Ríkissaksóknari léti rannsaka málið opinberlega.
Opinber rannsókn á sendingu leyndarskjala Hæstaréttar til héraðsdómstólanna, móttöku héraðsdómstólanna á skjölunum og varðveislu þeirra, þýddi miðað við þau lagaákvæði, sem ég þekkti og taldi að hafa ætti í heiðri, að minnsta kosti einhverjir og ef til vill allir hæstaréttardómararnir og margir dómstjórar héraðsdómstólanna og hugsanlega einhverjir almennir héraðsdómarar yrðu að taka sér leyfi frá störfum meðan rannsóknin færi fram. Var vart við því að búast að ákvörðun um opinbera rannsókn, sem hefði slíkt í för með sér, yrði tekin í skyndingu eða léttilega. Hér yrðu fleiri að koma að. Kreppan í réttarkerfinu virtist svo alvarleg og svo víðtæk að það voru vissulega áhöld um hvort réttarkerfinu, einu og sér, tækist að leysa hana. Öll og viðhorf innan réttarkerfisins, sem vildu upplýsingu mögulegra lögbrota innan réttarkerfisins, lögbrota sem stöfuðu frá Hæstarétti, urðu að fá allan þann stuðning, sem tiltækur væri.
Þennan stuðning virtist ekki vera að fá frá almenningi, því hann hafði ekki verið upplýstur um málið og mikilvægi þess. Og öflugustu fjölmiðlar höfðu hægt um sig. Lögmenn höfðu mjög takmarkaðar upplýsingar, en sennilega nægjanlegar til að gera sér grein fyrir að um alvarleg lögbrot gat verið að ræða. En staða lögmanna var slík að þeir voru sífellt að leggja mál umbjóðenda sinna í dóm þeirra, sem tengdust ritun, yfirhylmingu eða móttöku leyndarbréfanna. Ef einhverjir úr hópi lögmanna hefðu gengið fram og sagt að upplýsa þyrfti málið, hefði það getað þýtt neikvæð viðbrögð réttarkerfisins, auk þess sem viðskiptamenn viðkomandi lögmanna hefðu væntanlega ekki kært sig um þjónustu lögmanns sem var í stríði við dómstólana.
Auk almennings og lögmanna voru allmargir opinberir og hálfopinberir aðilar, sem líklegir voru til að láta sig meint réttarbrot í Hæstarétti og öðrum dómstólum varða og höfðu jafnvel lagalegar eða siðferðilegar skyldur til þess að láta málið til sín taka. Var sjálfsagt að upplýsa þá um málið og leita stuðnings þeirra.
Dómsmálaráðherra Íslands var sá opinberi aðili sem fyrst var ástæða til að upplýsa og vænta aðgerða af. En hann virtist ekki snöggur til aðgerða, samanber bréf mitt til hans, dags. 15. mars 1994, ásamt mörgum fylgiskjölum. Sjá bls. 126. Dómsmálaráðherrann hafði ekkert gert 20. apríl 1994, svo ég vissi. Engu að síður hlaut hann að vera sá sem fyrst og aðallega yrði leitað til með mál sem þetta og hann yrði að fá nokkuð ítarlega greinargerð um hin meintu lögbrot Hæstaréttar.
Jafnframt var eðlilegt að senda þeim opinberu aðilum, sem líklegir voru til að láta sig varða málið og láta það til sín taka, gögn til upplýsinga um málið.
Kæra mín ásamt grundvallarfylgiskjölum var því send: Forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, en forsetinn skipar menn í hæstaréttardómaraembætti og á hlut að lagasetningu sem Hæstiréttur á að starfa eftir. Forseta Alþingis, Salome Þorkelsdóttur. Alþingi er meginstofnun allsherjarvaldsins og fær valdaumboð sitt beint frá almenningi í landinu. Hæstiréttur á að starfa samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett en ekki öðrum réttarheimildum, svo sem leyndarbréfum, sem eiga enga stoð í stjórnarskránni. Forsætisráðherra, Davíð Oddssyni voru sem æðsta manni framkvæmdavaldsins send gögnin, en dómsmálaráðherrann á sæti í ráðuneyti hans. Að auki hafði forsætisráðherrann látið sig málefni Hæstaréttar sérstaklega varða og jafnvel tekið fram fyrir hendur fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra með því að eiga hlut að greiðslum til hæstaréttardómaranna vegna yfirvinnu. Þá var forseta Hæstaréttar Íslands, Hrafni Bragasyni, sent erindið, ríkissaksóknara, Hallvarði Einvarðssyni, en hann á að fylgjast með meintum lögbrotum í landinu og fer með rannsóknar- og ákæruvald vegna þess, einnig umboðmanni Alþingis, Gauki Jörundssyni, sem hefur fyrir hönd Alþingis afar víðtækar eftirlitsskyldur með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og að auki skal hann tilkynna Alþingi verði hann var við meinbugi á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum.
Þá var formönnum þingtlokka Alþingis, þeim Rannveigu Guðmundsdóttur, Páli Péturssyni, Geir H. Haarde, Ragnari Arnalds og Jónu Valgerði Kristjánsdóttur send kærugögn og Lagadeild Háskóla Íslands, Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Lögmannafélagi Íslands, Dómarafélagi Íslands, Lögfræðingafélagi Íslands og Orator, félagi laganema. Dómsmálaráðherrann fékk sérstakt bréf, dags. 21. apríl 1994, sem reyndar var sent med kæruskjölum til allra ofangreindra aðila.
Síðar var formönnum og varaformönnum stjórnmálatlokkanna, sem fulltrúa eiga á Alþingi send skjUSl. Fyrir Samtök um kvennalista var Kristínu Ástgeirsdóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur send skjöl um málið. Vegna misminnis skýrsluhöfundar voru Jóhönnu Sigurðardóttur, ráðherra, send skjöl um málið sem varaformanni Alþýðuflokksins, en Rannveig Guðmundsdóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, hafði áður fengið þau sem þingflokksformaður og Guðmundi Árna Stefánssyni, varaformanni Alþýðuflokksins voru send gögn síðar. Kærur til ofangreindra aðila voru síðan áréttaðar síðar með sendingu viðbótargagna, sem tilefni þótti til að senda.
Efni kæru til Ríkissaksóknara og fleiri
Leyndarbréf Hæstaréttar og móttaka héraðsdómstólanna á þeim voru aðaltilefni til kæru til Ríkissaksóknara. En skýrsluhöfundi þótti rétt, úr því að kært var á annað borð, að gera grein fyrir öðrum meintum atriðum sem skýrsluhöfundi var kunnugt um og meta mátti sem frávik eða brot á lögum og grundvallarviðhorfum um starfsháttu Hæstaréttar og gátu verið tilefni til opinberrar rannsóknar. Ríkissaksóknara, forseta Alþingis, og dómsmálaráðherra var sendur skjalabunki með tiltækum skjölum mínum. Öðrum viðtakendum var sent ljósrit af ráðgerðri bókun minni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 20. aprÐ 1994, endurrit þinghalds í Héraðsdóminum þann dag og afrit af bréfi mínu til dómsmálaráðherra, dags. 21. apríl 1994. Kæruefnin til Ríkissaksóknara voru, auk tveggja leyndarbréfa Hæstaréttar, fimm og eru þau tekin orðrétt hér upp í Skýrsluna úr greindu bréfi til dómsmálaráðherra.
- "1. Ég vil fyrst nefna atvik sem ég tel að sé tengt skipun þess hæstaréttardómara, sem nú hefur lengstan skipunartíma. Á stjórnarárum Geirs Hallgrímssonar kom lögreglumaður að máli við mig og spurði hvað væri að gerast í Hæstarétti.
- Ég var, þá sem nú, lítið kunnugur málum í Hæstarétti og áttaði mig ekki á tilefni spurningarinnar. Lögreglumaðurinn upplýsti þá að nokkru áður, í lok vinnuviku, hefði lögreglustjórinn í Reykjavík komið til samstarfsmanna sinna á lögreglustöðinni. Hann hefði upplýst þá um að búið væri að skipa hann dómara við Hæstarétt Islands og hann mundi taka við því starfi næsta virkan vinnudag. Þakkaði lögreglustjórinn undirmönnum sínum samstarfið og kvaddi þá.
Næsta virkan vinnudag var lögreglustjórinn mættur aftur til starfa á sömu lögreglustöðinni og gaf undirmönnum sínum þá skýringu, að um mistök eða misskilning hefði verið að ræða, þegar hann fékk upplýsingar um að hann hefði verið skipaður dómari við Hæstarétt Islands.
- Skömmu síðar heyrði ég þá óstaðfestu sögu, að lögreglustjórinn hefði fengið réttar upplýsingar og það frá sjálfum dómsmálaráðherranum, að hann hefði verið skipaður hæstaréttardómari. Það hefði hins vegar gerst um það leyti sem ráðherrann var búinn að tilkynna lögreglustjóranum um skipunina, að tveir starfandi hæstaréttardómarar hefðu óskað viðtals við dómsmálaráðherrann og upplýst hann um að þeir og fleiri hæstaréttardómarar mundu segja af sér sem hæstaréttardómarar, ef lögreglustjórinn yrði skipaður dómari. Við þessar aðstæður voru mál athuguð að nýju, og til þess að forðast átök að því er talið var, var annar maður skipaður hæstaréttardómari. Lögreglustjórinn starfaði síðan sem slíkur þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
- 2. Annað tilvik vil ég nefna. Þegar auglýst var laus staða hæstaréttardómara, sem skipað mun hafa verið í árið 1987, sóttu tíu lögfræðingar um. Eitt af skylduverkum Hæstaréttar í þeim tilvikum er samkv. lokaákv. 5. gr. laganna um Hæstarétt Íslands, nr. 75/1973, að veita umsögn um dómaraefni. Hefur verið talið, að sú umsögn lyti að því, hvort umsækjandi væri hæfur eða ekki og umsögnin hlyti að bygg,jast á embættislegum gögnum og vera rökstudd, eða a.m.k. rökstyðjanleg. Athygli vakti efni umsagnar Hæstaréttar um umsækjendurna 1987, sem mun hafa verið laumað út úr Hæstarétti eða Dómsmálaráðuneyti til lögmanna. Meiri hluti Hæstaréttar, allir dómendur, nema einn, létu í Ijós það álit að starfsreynsla tvegg,ja eða þriggja nafngreindra umsækjenda hentaði best til skipunar í Hæstarétt og er það álit órökstutt. Einn þeirra var síðan skipaður. En aðrir umsækjendur fengu enga umsögn hjá þessum meiri hluta Hæstaréttar. Einn hæstaréttardómari yfirlýsti að hann teldi alla umsækjendur hæfa. 3. Á haustdögum 1988 var upplýst, að þáverandi forseti Hæstaréttar hefði keypt 2160 flöskur af sterku áfengi með sérkjörum hjá ÁTVR ( þ.e. sömu kjörum og erlend sendiráð fá áfengið keypt á). Áfengiskaup þessi vöktu mikla athygli almennings og hörð viðbrögð víða. Niðurstaða málsins var sú, að dómsmálaráðherrann höfðaði mál á hendur fyrrum forseta Hæstaréttar, þeim sem í forsetatíð sinni hafði keypt ofangreint áfengismagn, með kröfum um að hann léti af embætti sem hæstaréttardómari, en hann hafði þá skilað 900 af þessum flöskum til baka. Málið var ekki rannsakað að hætti opinberra mála eins og borið hefði lögum samkvæmt. Heldur var fyrrum forseti Hæstaréttar sviptur embætti á þeim forsendum að hann fullnægði ekki siðferðiskröfum sem gera yrði til hans og vísast til hæstaréttardómsins þar um.
- Nokkru eftir að þessi dómur Hæstaréttar Íslands var felldur kom Hæstiréttur Íslands saman og staðfesti hæfi þess sem nýbúið var að svipta dómaraembætti til að starfa sem hæstaréttarlögmaður.
- Það var undarlegt.
- Alllöngu seinna barst þetta mál í tal milli mín og manns sem þekkti vel til æðstu landsstjórnarinnar. Hann upplýsti mig um að vandinn í áfengiskaupamálinu hefði verið sá, að fyrrum forseti Hæstaréttar hefði skipt þessum 1260 flöskum, sem hann skilaði ekki til baka, milli manna, einkum dómara í Hæstarétti, og seinna fékk ég upplýsingar annars staðar frá sem hnigu í sömu átt.
- 4. Á haustdögum 1990 var auglýst laus staða hæstaréttardómara. Dómsmálaráðherrann sem þá var ráðgerði að skipa einn af umsækjendunum í stöðuna. En áður en af því varð komu tveir hæstaréttardómarar að máli við dómsmálaráðherrann og sögðu honum að ferill þessa umsækjanda væri með þeim hætti að ófært væri að skipa hann í trúnaðarstarf sambærilegt hæstaréttardómarastarfi. Ekki fylgdu skýringar með hvaða atvik gerðu umsækjandann óhæfan, en nú rúmum fjórum árum seinna, er ekki vitað til að nokkuð hafi verið gert til að rannsaka þau meintu alvarlegu mál, sem haustið 1990 voru talin vera því til fyrirstöðu að skipa mætti manninn sem hæstaréttardómara.
- 5. Í nóvember sl. áfrýjaði gagnaðili umbj. míns málinu nr. 427/1993 til Hæstaréttar Islands, sem ekki er frásagnarvert hér nema fyrir það að sex héraðsdómurum við Héraðsdóm Reykjavíkur og tveimur mönnum öðrum sem starfað höfðu að dómsmáli áfrýjanda sem meðdómsmenn, var stefnt fyrir Hæstarétt Íslands, vegna meintra mistaka í störfum. Kröfur á hendur þessum átta mönnum voru um refsingar og skaðabætur, kr. 15.000.000,-. Við þingfestingu í Hæstarétti 1. des. 1993 var lögð fram áfrýjunarstefna með birtingarvottorðum, en þá brá svo við að enginn þessara áttmenninga mætti í Hæstarétti og enginn af þeirra hálfu.
- Eftir að hafa séð leynibréf forseta Hæstaréttar, sem varða mig og fleiri lögmenn, og viðbrögð héraðsdómstólanna við þeim, tel ég mig hafa fengið staðfestingu á því hvernig stóð á því að áttmenningarnir sáu ekki ástæðu til að mæta í Hæstarétti Íslands, þrátt fyrir að þeim hafi verið stefnt. Ég tel að ólögleg leynisambönd og samráð, skrifleg og munnleg, séu milli áhrifamanna í Hæstarétti og héraðsdómstólunum. Þetta vita margir dómarar og embættismenn, en þeir treysta sér ekki til andmæla eða athugasemda, vegna þess að æðstu embættismenn réttarkerfisins eiga hlut að lögbrotunum. Með vísun til atriða í framan greindri bókun minni ( átt er við bókun, sem ég ráðgerði að leggja fram í Skúmsmáli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 20. apríl 1994 og fylgdi með bréfinu til dómsmálaráðherra) og bréfi þessu, hef ég komist að þeirri niðurstöðu, sem mótar mjög afstððu mína þessar vikurnar, að þegnum okkar lands sé í reynd skipt í þrjá hópa að því er varðar réttarfar og mannréttindi.
- Í fyrsta hópnum eru áhrifamenn í réttarkerfinu, sem geta skákað sér undan opinberum rannsóknum, sem ekki eru framkvæmdar, þótt lög kveði á um þær skuli fara fram. Þessir sömu menn, sem gegna æðstu og mikilvægustu opinberum trúnaðarstörfum, virðast geta brotið landslög alvarlega, án þess upp komist, og skrifað leynibréf í nafni opinbers embættis síns, ég á hér við Hæstarétt Íslands. Og þeir þurfa ekki að svara þeim sem hlut eiga að máli einu eða öðru. Helsta vörn þeirra er að skrifa fleiri leynibréf til opinberra aðila, svo sem til Ríkisútvarpsins, og þar er þagað, þrátt fyrir að sambærileg bréf fái jafnan opinbera umfjöllun. Þegar kemur að því að mönnum úr þessum fyrsta réttarfarshópi er stefnt fyrir Hæstarétt og þeir ættu að hafa allar ástæður og kunnáttu til að taka til varna, þurfa þeir þess ekki, vegna leynisambands síns við forystu Hæstaréttár.
- Í öðrum flokki er hinn almenni Íslendingur. Hann þarf að mæta í dómi, ef honum er stefnt, og stundum er hann sóttur til að svara til saka. En mæti hann ekki þegar honum er stefnt, má hann búast við að dómur gangi í málinu í samræmi við stefnukröfur.
- Þriðji flokkur Íslendinga er lögmannahópurinn. Hann hefur sérstöðu að ýmsu leyti, m.a. hefur hann refsivald Lögmannafélags Íslands yfir sér, en að auki geta dómstólar vítt lögmenn og gert þeim að greiða refsimálskostnað. Í þeim tilvikum þarf ekki að stefna viðkomandi lögmanni og oft er að lögmaðurinn veit ekki fyrr en hann sér í dómi í máli umbj. síns, að hann hefur verið víttur eða honum gert að greiða refsimálskostnað. Veit lögmaðurinn jafnan ekki fyrir fram að til stendur að víta hann eða dæma hann í refsimálskostnað og hann fær ekki að vita um rök fyrir því, og getur ekki komið að mótmælum eða gagnrökum."
Um kæruefni l., 2. og 4. töluliðar eru ekki sérstakar athugasemdir. En ég vil upplýsa að ég sá ljósrit af umsögn Hæstaréttar, þeirri sem vikið er að í 2. tölulið. Þá óskaði ég eftir í bréfinu, dags. 21. apríl 1994, við dómsmálaráðherra, að hann léti mér í té gögn um skipan hæstaréttardómara og starfshætti Hæstaréttar síðustu tuttugu árin.
Ýmsum kann að þykja þetta gróf krafa, en ég vil benda á að hér er væntanlega um að ræða gögn sem varða skipanir um tíu hæstaréttardómara og upplýsingar um starfshætti Hæstaréttar sem allar ættu að liggja fyrir í birtum lögum og opinberum dómasöfnum Hæstaréttar, nema í undantekningartilvikum, svo sem leyndarbréfaskrifum, ef þau hafa borist Dómsmálaráðuneytinu.
Tveimur kæruefnum vil ég sérstaklega víkja að.
Brennivínsmál Hæstaréttar Íslands
Við svo kallað "brennivínsmál" Hæstaréttar, sem ég hef rakið hér að framan, hef ég litlu að bæta, en þarf þó að gera leiðréttingu. Magnús mun hafa skilað 1260 flöskum af sterku áfengi af 2160 flöskum, en ekki 900 flöskum eins og segir hér að framan. Dómur Hæstaréttar í "brennivínsmálinu" liggur fyrir í dómasafni Réttarins, bls. 1627 árgangi 1989. Það sem er undarlegt við, að Magnús Thoroddsen er ekki talinn hæfur til að gegna hæstaréttardómaraembætti en hæfur til að fá réttindi sem hæstaréttarlögmaður er það, að það eru nánast sömu lagaskilyrði eru til hvoru tveggja starfanna. Eini munurinn er að til setu í Hæstarétti þurfa menn að hafa fengið l. einkunn í embættisprófi í lögfræði. Hæstaréttarlögmenn með l. einkunn eru því allir almennt hæfir til að setjast í dómarasæti í Hæstarétti sem varadómarar. Vísast í þessu sambandi til ákvæða 5. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands og 9. gr. laga nr. 61/1942 um málflytjendur.
Aftur er vikið að þessu máli síðar í skýrslunni í þættinum: "Talað við Halldór".
Mál fyrir Hæstarétti á hendur héraðsdómurum og fleiri
Annar dapurlegur þáttur í kæruefni mínu varðaði sex héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og tvo aðra menn sem höfðu tekið þátt í að dæma í máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Við frásögnina í bréfinu til dómsmálaráðherra tel ég mér skylt að greina frá hvaða dómurum við Héraðsdóm Reykjavíkur var stefnt fyrir Hæstarétt og gerðar kröfur á hendur um refsingu og greiðslu bóta í hæstaréttarmálinu nr. 427/1993, en þeir eru: Friðgeir Björnsson dómstjóri, Auður Þorbergsdóttir varadómstjóri, Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari, Sigurður Tómas Magnússon fulltrúi, Allan Vagn Magnússon héraðsdómari og Halla Backmann settur héraðsdómari. Þá var meðdómsmönnunum Ríkharði Kristjánssyni og Frey Jóhannessyni einnig stefnt fyrir Hæstarétt.
Enginn þeirra mætti eins og fram kemur í bréfinu til dómsmálaráðherra.
Að vonum fannst mönnum, sem upplýsingar fengu um málið, með ólíkindum, að dómarar, sem stefnt var fyrir Hæstarétt, mættu ekki þegar gerðar voru kröfur á hendur þeim um bætur að fjárhæð kr. 15.000.000,-, og að dómararnir yrðu víttir fyrir réttartafir, vanrækslu og löglausar dómsathafnir og dæmd refsing samkvæmt almennum hegningarlögum og sérákvæðum annarra laga eftir því sem við ætti í hverju einstöku tilviki.
Ég fékk þá skýringu á því að ekki var mætt í Hæstarétti, að haldinn hefði verið fundur dómaranna í Héraðsdómi Reykjavíkur og haft hefði verið samráð við Hæstarétt og það hefði orðið niðurstaðan að menn mættu ekki. Þar með var skýringin komin. En mér er nær að halda að öllum þeim sem stefnt var, en mættu ekki og létu ekki mæta í Hæstarétti, hafi verið þessi lausn óljúf. Ég tel, að auðvelt hefði verið fyrir þessa stefndu að halda uppi vörnum og ná sýknu, þrátt fyrir að mínu mati afsakanleg mistök ( við rekstur dómsmálsins í héraði. Sem lögmanni mótaðila áfrýjanda kom mér mjög á óvart að þessu fólki var stefnt persónulega. Og ég trúi því ekki að nokkur úr þessum*) hópi hafi viljað sætta sig við þessar kröfur og raunar talið rétt og eðlilegt að halda uppi vörnum. En leyndarskilaboðin frá Hæstarétti hafi hins vegar verið þau að ekki skyldi mætt og fæstum þykir ráðlegt að deila við dómara sinn.
Baráttudagurinn 1. maí
Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir mínar og fólks úr mínum hópi til að fá opinbera umfjöllun um kröfu mína um opinbera rannsókn á meintum lögbrotum í réttarkerfinu, varð fjótlega ljóst eftir 21. apríl, að þögn fjölmiðla, sérstaklega prentaðra fjölmiðla, um kæruaðgerðir mínar var nánast algjör. Og þögnin virtist ekki vera fyrir tilviljun, heldur skipulögð. Ég taldi mig vita, að ekki þýddi að knékrjúpa fyrir ritstjórum og fréttamönnum. Það mundi aðeins staðfesta völd þeirra og húsbænda þeirra.
Finna varð aðrar leiðir til að upplýsa almenning. Þar sem 1. maí nálgaðist og forystumenn verklýðsfélaga höfðu tækifæri til að koma skilaboðum til sinna manna sérstaklega og raunar alþjóðar þann dag, var sjálfsagt að reyna þá leið. Tíminn var að vísu skammur en nægjanlegur ef vilji var fyrir hendi. Og í vikunni fyrir l. maí var því rokið í að senda ýmsum forystumönnum verklýðshreyfingarinnar ljósrit af kærugögnum.
Viðbrögðin voru dauf. Ég taldi mig sjá óljós merki í ávörpum og ræðum 1. maí, sem ég gat hugsanlega tengt erindi mínu. En útilokað var fyrir venjulegan launþega að sjá eða heyra beint að ég hefði komið erindi mínu á framfæri við forystumenn stærstu launþegasamtakanna.
Auðvitað á lögmaður úti bæ engan rétt á því að 1. maí sé notaður sérstaklega til að þóknast honum og það átti ekki að skilja erindi mitt þannig. Ég taldi mig vera að leggja vopn í hendur forystumönnum verkalýðsfélaganna, raunar öflugustu vopn sem mögulegt var að leggja til. Hvers virði voru launabætur manni, sem var að glata mannréttindum og sjá á bak velferðarsamfélagi sínu, vegna þess að réttarkerfið stendur ekki lengur undir nafni?
Ekki sæmir að gera lítið úr 6.000 króna kjarabót launafólks, sem mig minnir að forsætisráðherrann hafi haft forgöngu um að atvinnurekendur greiddu almennt sumarið 1994. En hvaða umbjóðendur eru svo ómerkilegir að ekki sé ástæða til að vinna að mannréttindum þeirra? Og er raunhæft að reikna með árangri í kjarabaráttu, ef grundvallaratriði tengd mannréttindum launþeganna skipta svo litlu máli að ekki taki að nefna þau?
Eru forystumenn launþegasamtaka svo sofandi á verðinum að þeir taka ekki eftir erindum um meint lögbrot á æðstu stöðum, sem þeim eru send beint eða fjallað er um opinberlega? Ég tel ekki. En smæð íslenska samfélagsins er þeirrar gerðar að menn í valdastöðum, jafnvel í launþegahreyfingunni, þora sig lítið að hreyfa jafnvel þótt þeir sæki völd sín til almennra borgara.
Eitt atriði úr bréfi mínu til dómsmálaráðherra fyrsta sumardag og erindi til forystumanna launþega komst þó til skila að því er ég tel. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, kvað upp úr um það nokkru eftir 1. maí að þjóðartekjur á mann hér á landi hefðu minnkað um 20% síðustu ár. Það var mér merki um að menn tala saman og vinna saman. Og fleiri óljós atriði má nefna um tengsl áhrifamanna í okkar miðstýrða samfélagi.
Talað við Halldór
Í byrjun maí voru helst bundnar vonir við að alþingismenn opnuðu leyndarbréfamálið, kæmu að fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra, eða gerðu aðrar ráðstafanir áður en sumarhlé Alþingis hæfist.
Nokkru fyrr hafði verið haft samband við mig og var ég beðinn um að koma málinu á framfæri við Halldór Ásgrímsson alþingismann. Fullorðin kona sem hefur víðari sýn en almennt gerist og á jafnframt til frændsemi að telja við Halldór, treysti honum vel, og taldi líklegt að hann tæki röggsamlega á leyndarbréfamálinu.
Við Halldór þekktumst frá fyrri tíð, höfðum verið samferða í endurskoðunarnámi, og mér fannst maðurinn geðþekkur. Ég hef að vísu verið ósammála viðhorfum Halldórs til ýmissa háskalegra þjóðmála, sem hann átti hlut að að koma í framkvæmd, svo sem verðtryggingu í skattalögum, fiskikvóta, og aðild Íslands að EES. En ég leit á Halldór sem traustan og vandaðan mann, sem til þessa hafði tekið athugasemdum mínum með stillingu. Ég gaf mér tíma til að tala við Halldór þriðjudaginn 3. maí 1994. Þá hringdi ég og fékk viðtal án tafar. Samtalið fór nálægt því sem á eftir er greint. Ég kynnti mig og sagði Halldcíri að ég hefði sérstaklega verið beðinn um að ræða við hann. "Hver bað um það?", spurði Halldór. Eldri kona, sem bað mig um að láta nafns síns ekki getið, svaraði ég og þótti miður að geta ekki upplýst Halldór. "Og erindið, hvað er það?" Það er að biðja þig um að kanna leyndarbréfamálið og gera ráðstafanir til að málið fái umfjöllun á Alþingi.
Halldór átti að þekkja málið, vegna þess að hann sem forystumaður Framsóknarflokksins, hafði fengið erindi og gögn um það, auk erindis, sem sent var fulltrúum á tlokksþingi Framsóknarflokksins. "Staðan í þinginu er nú þannig, að við vinnum nánast daga og nætur til að reyna að Ijúka málum og það horfir ekki þannig, að það sé nokkur tími til að líta á þetta mál fyrir sumarleyfi." Ég sagði Halldóri þá skoðun mína að leyndarbréfamálið væri stórmál, sem varðaði mögulega alla lagaframkvæmd í landinu og það sem menn væru að vinna á Alþingi. "Ja, þetta er nú svona", sagði Halldór. Þá sagðist ég vilja votta Halldóri samúð mína vegna þess hve önnum kafinn hann væri að geta ekki sinnt máli sem þessu. Það fauk í Halldór, því hann sagði eitthvað á þá leið, að ekki væri von til þess að mér ynnist vel í mínum málum, þegar ég flytti þau svona. Og ég sagði Halldóri, að hann gæti notað þessa afsökun ef hann vildi, en það breytti því ekki að leyndarbréfamálið þyrfti sína skoðun. Halldór gaf lítið út það og spurði, hvort nokkuð frekar þyrfti að ræða málið.
Jú, það er eitt sem ég ætla að biðja þig um Halldór. "Hvað er það?", spurði Halldór. Það er að tala við mig, þegar þú hefur tíma til að ræða þetta mál. "Nú", sagði Halldór, "ég hélt þú vildir ekkert við mig tala, úr því að ég hef ekki tíma til að vinna í málinu fyrir þinghléið." Jú, sagði ég, ég vil alltaf ræða réttarfarsmál við þig, Halldór. Halldór nefndi, að honum þætti best að segja hlutina umbúðalaust við menn og ég sagði honum að mér þætti það einnig. Og ég skildi Halldór þannig, er við kvöddumst, að einhvern tímann þegar þingmenn væru komnir í sumarleyfi mundi hann hringja til mín.
Eftir á undraðist ég hve neikvætt Halldór hafði tekið erindi mínu um leyndarbréfamálið. Ég átti um svipað leyti viðtal við tvo aðra alþingismenn, sem báðir þekktu til málsins. Í máli þeirra beggja kom fram, að hér væri um mikið alvörumál að ræða, sem þyrfti að athuga. Annar sagði vandann vera augljósan, en hins vegar ekki eins ljóst, hvað unnt væri að gera. Ólöglærðan mann skorti úrræði. Ég sagði könnun á málinu aðalatriðið og dómsmálaráðherrann væri sá, sem eðlilegast væri að spyrja fyrst.
Seinna, þegar farið var að vinna að skýrslugerð þessari ritjaðist upp fyrir mér, að dómsmálaráðherrann, sem stóð að réttargerðum gegn Magnúsi Thoroddsen í "brennivínsmáli" Hæstaréttar, var Halldór Ásgrímsson.
Ekki veit ég fyrir víst hversu vel Halldór Ásgrímsson var upplýstur í "brennivínsmálinu" en það var flutt í hans nafni og það var fyrir kröfu Halldórs sem dómsmálaráðherra að Magnúsi var vikið úr embætti hæstaréttardómara, sem er þungur dómur.
Einhver ábyrgur aðili, sem tengdist málinu, og gerði miklar kröfur og afdrifaríkar, hefði væntanlega viljað vita, hvað Magnús Thoroddsen gerði við þessar 900 t7öskur, flestar með sterku áfengi, sem hann skilaði ekki til ÁTVR? Magnús mun sem forseti Hæstaréttar hafa keypt 2160 flöskur af sterku áfengi á tæplega tveggja ára forsetatíma, en skilað til baka 1260 flöskum. Og ef það var siðabrot að kaupa 2160 flöskur, var þá ekki einnig siðabrot að selja þær. Og hvernig tengdist forstjóri ÁTVR og forsvarsmenn Fjármálaráðuneytis og Ríkisendurskoðunar og fjölmargir aðrir valdamenn því máli? Ef það var ósiðlegt að taka til sín 900 tlöskur af sterku áfengi, á sérkjörum, á tæpum tveimur árum, hvernig stóð á því að það var siðlegt að kaupa 834 flöskur á tveimur árum? Þar á meðal munu hafa verið léttari víntegundir í meira mæli. Það gerði Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar Íslands, nokkrum árum fyrr.
Mér er af þessum ástæðum og fleirum nær að halda, að það hati verið rétt, sem maður kunnugur stjórnkerfinu sagði mér um málið. Nefnilega að áfenginu, sem Magnús skilaði ekki, hafi verið dreift til háttsettra embættismanna, hann nefndi tíu. En "pempíuháttur" íslenskra stjórnmálamanna og embættismanna hafi verið slíkur, að þeir hafi ekki treyst sér til að upplýsa þjóðina um, að meintar sérstakar venjur hafi skapast um sölu á áfengi til æðstu embættis- og stjórnmálamanna, þótt sjálf lagaákvæðin væru nógu skýr gagnvart almenningi.
Leynitengslaaðferðir og sýndarréttarhöld hafi því verið notuð til að reyna að ljúka málinu og Magnús Thoroddsen fékk spark sem eini sökudólgurinn. Alvara "brennivínsmálsins" kann að vera sú að ekki hafi verið gætt réttra aðferða við upplýsingu dómsmáls, og þeir sem fyrir því stóðu hafi átt aðild að dómsmáli, sem leiddi til rangrar niðurstöðu, sem var að auki mjög íþyngjandi fyrir einn mann. Samkvæmt sérhverju þessara ákvæða, 49. gr. áfengislaga, nr. 82/ 1969, 15. gr. laga um verzlun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, nr. 63/1969, og 8. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954, átti að fara með rannsókn máls af þessu tagi, að hætti opinberra mála, það er fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins og Sakadómi Reykjavíkur, en ekki sem einkamál fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur, eins og gert var. En opinber rannsókn málsins hefði hugsanlega leitt til til tímabundinnar starfslausnar fleiri opinberra starfsmanna en Magnúsar Thoroddsen meðan verið var að upplýsa málið. Það virðist æðstu mönnum dómsmála hafa verið illbærileg tilhugsun.
Hafi Magnús Thoroddsen verið dæmdur í ranglega upplýstu máli og á röngum forsendum er það ekki einkamál hans. Öll íslenska þjóðin átti hlut að málinu. Dómsmálaráðherra lýðveldisins gerði kröfur í málinu og dómstólar þjóðarinnar, Bæjarþing Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands, dæmdu Magnús.
Því fer fjarri að ég meti Halldór Ásgrímsson sem "höfuðpaur" í "brennivínsmáli" Hæstaréttar. Mér er ekki kunnugt um neitt sem bendi til þess, að hann hafi verið upphafsmaður þess máls, hvorki að því er varðar óheppilegar og ólöglegar venjur um kaup opinberra aðila á áfengi, né heldur í þessum sérstöku áfengiskaupum Magnúsar Thoroddsen. En Halldór var í "höfuðpaursstöðu" sem dómsmálaráðherra árin 1988 til 1989, en í þá stöðu tel ég að hann hafi verið leiddur án þess að gera sér fulla grein fyrir málum. Og það er einmitt sama staðan og flestir Íslendingar eru í. Þeir þekkja ekki mál.
Vonir um að Halldór Ásgrímsson yrði í forystu um upplýsingu leyndarbréfamálsins hafa dofnað, en ekki hef ég afskrifað Halldór svo gjörvulegur var hann sem ungur endurskoðandi.
Einhver kann að spyrja hvernig mögulega gamalt "brennivínsmál" Hæstaréttar tengdist leyndarbréfum? Og svarið gæti verið að þessi gömlu "lík" væru ástæða þess að menn treystu sér ekki til að taka á leyndarbréfamálinu. Yrði það gert yrðu gömlu málin upplýst með óþægilegum afleiðingum fyrir ýmsa, embættismenn og stjórnmálamenn, sem þeim tengdust.
Afstaða Lögmannafélags Íslands til kæruaðgerða skýrsluhöfundar
Ýmislegt má segja um afstöðu og aðgerðir Lögmannafélags Íslands vegna leyndarbréfanna. En Lögmannafélagið sendi skýrsluhöfundi bréf, dags. 3. maí 1994, sem við fyrstu sýn virtist ekki veigamikið, en leyndi þó á sér. Það er eitt af fáum viðbrögðum réttarkerfisaðila við kæruaðgerðum skýrsluhöfundar, sem felur í sér efnisafstöðu. Bréfið er svohljóðandi:
- "Varðar bréf til L.M.F L, dags. 21. apríl 1994. Ég vísa til ofangreinds bréfs yðar ásamt fylgiskjölum. Bréfið var lagt fram á fundi stjórnar L.M.F.L, þann 27. apríl s.l. og um það kallað. Á fundinum samþykkti stjórnin að vísa til bréfs síns til Hæstaréttar Íslands í byrjun mars s.l., þar sem svarað var ódagsettu bréfi Hrafns Bragasonar, forseta Hæstaréttar og gerð grein fyrir sjónarmiðum stjórnarinnar um kærumál til réttarins. Stjórnin telur ekki ástæðu til frekari aðgerða af sinni hálfu nema ný atriði komi fram í málinu, sem krefjist viðbragða hennar.
- Virðingarfyllst, f.h. stjórnar L.M.F.Í.
Marteinn Másson ( sign.) Marteinn Másson, framkv.stj."
Bent er á að fundartilefni stjórnarinnar 27. apríl 1994 var bréf skýrsluhöfundar dagsett 21. apríl 1994 ásamt fylgiskjölum. Hér var sem sagt um að ræða kæru vegna meintra lögbrota við skipanir hæstaréttardómara og meintra lögbrota, sem tengdust störfum Hæstaréttar. Og stjórn Lögmannafélagsins hefur ekkert um þetta að segja nema ný atriði komi fram í málinu sem krefjist aðgerða hennar.
Um Lögmannafélag Íslands gilda sérstök lagaákvæði og í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 61/1942, um málflytjendur segir:
"Stjórn félags héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanna ber að hafa eftirlit með, að félagsmenn fari að lögum í starfa sínum og ræki skyldur sínar af trúmennsku og samviskusemi."
Og síðar í sömu grein segir:
"Stjórn félagsins getur veitt einstökum félagsmönnum áminningar og gert þeim á hendur allt að 50.000 króna sekt til styrktarsjóðs félagsins fyrir framferði í starfa þeirra, er telja má stéttinni ósamboðið."
Þessu síðast talda ákvæði hefur stjórn Lögmannafélagsins beitt í talsverðum mæli, jafnvel fyrir "vafasamar" meintar sakir. En ljóst er, að stjórnarmönnum Lögmannafélagsins er mikill vandi á höndum við að áminna og sekta starfsfélaga sína.
En í ljósi þess að í kærugögnum skýrsluhöfundar til Ríkissaksóknara og fleiri, dags. 21. apríl 1994, vegna meintra lögbrota, sem tengd voru Hæstarétti og héraðsdómstólunum, voru alvarlegar sakir bornar á dómara og hefði því mátt ætla, að stjórn Lögmannafélagsins tæki hart á kæruaðgerðunum að því leyti, sem þær væru óréttmætar. En það gerði hún ekki, en lýsti yfir að hún sæi ekki ástæðu til frekari aðgerða, nema ný atriði kæmu fram. Er afstaða stjórnar Lögmannafélagsins eftirtektarverð.
Kynningarfundur í Háskólabíói
Þrátt fyrir kærur til Ríkissaksóknara og annarra opinberra embættismanna, svo og erindi til formanna, varaformanna og þingflokksformanna stjórnmálaflokkanna og stjórnmálaflokkanna sjálfra varð ekki vart verulegra viðbragða vegna kæruaðgerða skýrsluhöfundar.
Stjórnmálaflokkarnir sem fulltrúa áttu á Alþingi voru aðalmarkhópurinn í byrjun maí 1994. Ég skildi ummæli starfsmanns á einni flokksskrifstofunni þar sem ég skildi gögn eftir þannig, að ekki mundi koma til umfjöllunar um leyndarbréfin fyrir sumarleyfi Alþingis.
Niðurstöður viðtals míns við Halldór Ásgrímsson 3. maí 1994 staðfestu enn að alþingsmenn ætluðu ekki að sinna erindi mínu, að minnsta kosti ekki fyrir sumarleyfi Alþingis og þá yrði væntanlega erfiðara að fá málið opnað. Þá hefðu viðgengist mögulega athugunar- og eða ámælisverðir starfshættir dómstólanna næstum hálfu ári lengur. Málið yrði þá orðið gamalt og búast mátti við haustkosningum til Alþingis, sem veittu stjórnmálaflokkunum fjögurra ára frest. Eftir það yrði enn erfiðara að fá leyndarbréfamálið opnað.
Þögn fjölmiðla um málið var nánast algjör og aðgerðir þeirra beindust ekki að þeim sem þær helst hefðu átt að beinast að, það er æðstu embættis- og stjórnmálamönnum og svörum þeirra og yfirlýsingum, og þó fremur þögn þeirra um málið.
Brýnt var að alþingismaður eða alþingismenn opnuðu málið á Alþingi svo að almenningur fengi að vita um leyndarskjölin og alvöru þeirra. Það var við þessar aðstæður að í fljótræði greip ég til þess úrræðis að boða til opinbers fundar um málið. Fundarstaður var einn af sölum Háskólabíós og fundartími laugardagurinn 7. maí 1994, kl. 10 árdegis. Markhópur minn var alþingismenn og fyrsta verk mitt var að boðsenda hverjum og einum fundarboð 4. maí 1994. Reyndar var ég svo bjartsýnn að ég gerði mér vonir um að einhver eða einhverjir alþingismannanna tækju með vísun til áður sendra gagna málið upp á Alþingi til dæmis í eldhúsdagsumræðu.
Eftir að ég hafði boðað til fundarins greindi ég vini mínum, Þorgeiri Þorgeirsyni rithöfundi frá honum og fannst honum í mikið ráðist af fremur lítilli fyrirhyggju. Hann gerði hvað hann gat til að bæta úr og tók að sér að vera fundarstjóri. Fundarstjórn Þorgeirs setti allt annan svip á fundinn en verið hefði án hans. Gaf fundinum vægi og reisn.
Aðalefni fundarins var að kynna með myndvarpa skjöl sem tengdust leyndarbréfamálinu. Á fundinn komu nálægt fimmtíu manns, en enginn alþingismaður var í þeim hópi.