XII. Þriðja leyndarbréfið
XII. Þriðja leyndarbréfið
Leki
Það var kominn 17. maí 1994 þegar hringt var í mig utan úr bæ og ég spurður að því hvort ég hefði áhuga á að sjá "trúnaðarmálabréf ` sem tengdist mér og forseti Hæstaréttar hefði sent útvarpinu. Það liggur hér hjá mér afrit af bréfinu sem þú getur sótt, sagði sá er hringdi. Og ég sótti bréfið.
Þriðja leyndarbréfið sem ég kalla svo, vegna þess að það var þriðja leyndarbréf forseta Hæstaréttar sem ég fékk í hendur, var dagsett 22. febrúar 1994, og er birt á bls. 139.
Það varðar augljóslega frétt í Ríkisútvarpinu 19. febrúar sem tengdist mínu bréfi frá 18. febrúar 1994. Bréfið felur í sér tilraun forseta Hæstaréttar Íslands til að þagga niður í Fréttastofu Ríkisútvarpsins. Raunar virðist forsetinn hóta að rjúfa samskiptatengsl Hæstaréttar Íslands og Ríkisútvarpsins.
Ég vissi að vísu ekki hvernig þeim tengslum var háttað, en taldi að Hæstiréttur hefði ekki birt í fjölmiðlum fréttir af einstökum dómsmálum. Sambandið hefði ekki verið annað en skrifstofa Hæstiréttar hefði eftir fyrirspurnum fjölmiðlamanna upplýst hvort kveðinn hefði verið upp dómur í einhverju tilteknu máli eða ekki. Eftir að búið var að dæma, var dómurinn öllum aðgengilegur og fréttamenn gátu fengið hann og notað. Taldi ég, að starfsmenn Hæstaréttar hefðu sig ekki í sérstaklega í frammi við miðlun frétta. Þeir gátu ekki stjórnað hverjir keyptu endurrit af dómum Hæstaréttar og kom það ekki við.
En þriðja leyndarbréf Hæstaréttar gefur talsvert annað til kynna en ég taldi eðlilegt um starfshætti sjálfstæðs og óhlutdrægs dómstóls. Mér kom á óvart að Lögmannafélag Íslands hafði enn fengið afrit af þessu þriðja leyndarbréfi, sem Lögmannafélagið hafði ekki upplýst mig eða aðra lögmenn um svo ég vissi. Samt var þriðja leyndarbréfið, "trúnaðarmálabréfið", tengt mínu erindi til Hæstaréttar, sem verið var að þagga niður fréttir af. Einnig kom á óvart að þetta þriðja leyndarbréf forseta Hæstaréttar Íslands var dagsett 22. febrúar 1994, sama dag og forsetinn skrifaði mér þakkarbréf, og vísaði á stjórn Lögmannafélagsins til að upplýsa mig um ódagsetta leyndarbréfið til héraðsdómstólanna, sem "svarti listinn" fylgdi. Eftir skoðun á þriðja leyndarbréfinu veitli ég því athygli að á því stóð, að Dómsmálaráðuneytið hefði fengið afrit af því.
Nýr sjónarhóll
Þessar látlausu upplýsingar: "Afrit Dómsmálaráðuneytið" í þriðja leyndarbréfinu, "trúnaðarmálabréfi" forseta Hæstaréttar Íslands, dags. 22. febrúar 1994, leiddu mig á nýjan sjónarhól.
Nú blasti við talsvert annað réttarkerfi en það sem ég hafði verið að reyna að kynna mér síðan á haustdögum 1957, er ég hóf laganám. Og mér létti, vegna þess að ég taldi mig skilja nokkuð aðgerðir fólks sem fram að þessu höfðu verið mér óskiljanlegar.
Hvernig stóð á því að forseti Hæstaréttar Íslands vogaði sér að blanda Dómsmálaráðuneytinu í "trúnaðarmálabrét" sitt, þriðja leyndarbréfið, sem var skrifað til að þagga niður í Fréttastofu Ríkisútvarpsins? Ef um hefði verið að ræða dómsmálaráðuneyti í fullveðja réttarríki, hefði svona tiltæki að minnsta kosti kallað á opinbera rannsókn, ef ekki á enn harðari viðbrögð.
Forseti Hæstaréttar hlaut að hafa fengið upplýsingar fyrirfram frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu um það hvernig Ráðuneytið mundi bregðast við "trúnaðarmálabréfinu". Hvaða starfsmaður Ráðuneytisins var þess umkominn að gefa slíka yfirlýsingu? Í gildu dómsmálaráðuneyti í réttarríki hefði jafnvel ráðuneytisstjóri eða aðstoðarmaður dómsmálaráðherra fengið reisupassann á stundinni ef upplýstist að hann væri á einhvern hátt tengdur vafasömum eða ólögmætum aðgerðum forseta æðsta dómstóls landsins. Enginn nema dómsmálaráðherrann sjálfur gat tekið við slíku bréfi án þess að bregast hart við.
Og ráðherrann hafði ekki brugðist við "trúnaðarmálabréfinu". Hann hafði heldur ekki brugðist við þegar skýrsluhöfundur sendi honum bréf ásamt fjölda skjala 15. mars 1994 og hann hafði ekki hreyft legg eða lið, þótt hann fengi bréf mitt dags. 21. apríl 1994. Gamalt mál eins og ályktun hæstaréttardómara 23. júlí 1992, um takmörkun á málflutningsréttindum héraðsdómslögmanna hafði heldur ekki valdið nokkrum aðgerðum ráðherrans.
Hrafn Bragason var ekki eins "spinnegal" og maður, kunnugur réttarkerfinu, hafði látið í ljós við mig nokkru fyrr. Margt benti til þess að forsetinn hefði verið að framkvæma það sem dómsmálaráðherrann hafði fyrirskipað. Líklegt var, að ráðherrann hefði vitað fyrirfram um efni "trúnaðarmálabréfsins" til útvarpsins og verið samþykkur því. Það sem studdi þá ályktun var að Ráðuneyti hans átti að fá afrit af "trúnaðarmálabréfinu", en einnig kom til að bréfið var að hluta til stílað til útvarpsráðs, en þar var formaður Halldóra Rafnar, mágkona dómsmálaráðherrans. Enginn samviskusamur formaður útvarpsráðs gat tekið við svona bréfi frá forseta Hæstaréttar Íslands án þess að leggja það í formlega og efnislega afgreiðslu útvarpsráðs sjálfs. En það hafði ekki verið gert. Vegna tengslanna við formann útvarpsráðs bárust böndin aftur að dómsmálaráðherranum. Því vaknaði veigamikil spurning: Hvenær vissi dómsmálaráðherrann fyrst um leyndarbréfaskrif forseta Hæstaréttar og hver var hlutur hans í þeim?
Markmið þriðja leyndarbréfsins
Markmið þriðja leyndarbréfsins, "trúnaðarmálabréfs" forseta Hæstaréttar Íslands, dagsett 22. febrúar 1994 til útvarpsráðs virðist alfarið hafa verið að þagga niður í Fréttastofu Ríkisútvarpsins, vegna birtingar fréttar um fyrsta og ódagsetta leyndarbréf Hæstaréttar.
Þótt Fréttastofu Ríkisútvarpsins sé líkt við "stóra bróður" í alræðisríki er form bréfsins býsna kænlegt. Það er stílað til útvarpsráðs, en í stað þess að senda það formanni Ráðsins er bréfið sent Heimi Steinssyni útvarpsstjóra. Undir hann heyrir Fréttastofa Ríkisútvarpsins og að henni beindist erindið í reynd. Í bréfinu fólst sem sagt viðleitni til að hafa áhrif á störf Fréttastofunnar, þótt það væri stílað til útvarpsráðs, en þar var formaður mágkona dómsmálaráðherrans, Halldóra Rafnar.
Yrði alvarlegt upphlaup út af þessu á útvarpinu, til dæmis hjá fréttastjóra á Fréttastofu, gat formaður útvarpsráðs væntanlega tekið málin í sínar hendur og sá aðilinn sem var þá í mestri hættu var forseti Hæstaréttar Íslands.
En til þess að auka þunga og vægi þriðja leyndarbréfsins, "trúnaðarmálabréfsins" gagnvart starfsmönnum Ríkisútvarpsins, ef einhverjar efasemdir voru uppi um forseta Hæstaréttar, var það ekki lítil vísbending um að allt væri í góðu lagi, þar sem Dómsmálaráðuneytið vissi af því eins og stóð í bréfinu. Forseti Hæstaréttar var því ekki alveg berskjaldaður þegar frá leið. Einnig kom til að annað afrit af þriðja leyndarbréfínu, >,trúnaðarmálabréfinu", var sagt sent Lögmannafélagí Íslands. Vafalaust mundí formaður þess ekkí neíta því að hafa fengíð bréfíð, yrði hann spurður, en hann gat átt erfitt um vík gagnvart forseta Hæstaréttar Íslands og Dómsmálaráðuneyti, ef hann brást í trúnaði við þessar æðstu stofnanir réttarkerfisins og tjallaði opínberlega um "trúnaðarmálabréfið". Hér kom einnig til að önnur mágkona dómsmálaráðherrans, Ásdís Rafnar, lögmaður, var í stjórn Lögmannafélagsins.
"Trúnaðarmálabréfið" bar með sér tengsl Hæstaréttar, héraðsdómstóla, Dómsmálaráðuneytis, Dómarafélags og Lögmannafélags. Flest benti því til tíðindaleysis í réttarkerfinu. Í samræmi við það varð niðurstaðan sú, að Fréttastofa Ríkisútvarpsins þyrfti ekki að gera veður út af "leyndarbréfaskarki" Tómasar Gunnarssonar, lögmanns. Og af því leiddi að ekki þurfti að ganga hart að forsvarsmönnum dómsmála um upplýsingar um leyndarbréfin og skýringar á þeim. Og eftir svona "trúnaðarmálabréfj` var jafnvel óvarlegt spyrja æðstu forsvarsmenn réttarkerfisins um leyndarbréfamál.