Yfirlýsing Átaks gegn stríði, desember 1990
YFIRLÝSING ÁTAKS GEGN STRÍÐI
Yfirlýsing undirrituð fyrst af eftirfarandi einstaklingum og síðan af tæplega 5000 Íslendingum og afhent Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, rétt áður en stríðið braust út í janúarmánuði 1991:
Ofbeldi í Austurlöndum nær hefur á ný magnað hættu á stríði. Stríð bitnaði ekki fyrst og fremst á þeim sem bera ábyrgð á ofbeldi, innrásum og hernámi, heldur á hundruðum þúsunda karla, kvenna og barna, sem ætla má að létu lífið í átökunum. Um ein milljón manna stendur nú grá fyrir járnum, búin tortímingarvopnum, og bíður skipunar um að drepa meðbræður sína. Lítið þarf nú til að kveikja í púðurtunnunni.
Stríð mun hvorki leysa deilumál í Austurlöndum nær né stuðla að réttlátum og varanlegum friði á þessu svæði. Þvert á móti verður það til að auka enn á hatur milli þjóða og stuðla að víðtækari átökum.
Víða um heim hljóma nú raddir gegn stríði og fyrir friðsamlegri lausn Persaflóadeilunnar. Það er brýnt að þessar raddir berist hátt og skýrt til þeirra manna sem hafa örlög mannkyns í hendi sér. Við tökum undir þessar raddir.
Alfreð J. Jolson biskup hinnar almennu kaþólsku kirkju á Íslandi, Anna R. Magnúsardóttir húsmóðir, Arnar Jónsson leikari, Arthur Morthens kennari, Árni Bergmann ritstjóri, Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri, Bergljót Jónsdóttir framkvæmda stjóri, Birgir Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóri BHMR, Birna Hjaltadóttir ritari, Bragi Guðbrands son félagsmálastjóri, Einar Karl Haraldsson ritstjóri, Elías Davíðsson tónlistarmaður, Frank Ponzi list fræðingur Garðar Sverrisson rithöf undur, Gísli Sigurðsson læknir Guðjón Magnússon læknir, Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri, Guðmundur E. Sigvaldason framkvæmdastjóri, Guðmundur Karl Ágústsson prestur, Guðmundur Steinsson rithöfundur, Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju, Guðrún Agnarsdóttir læknir, Guðrún Ólafsdóttir dósent, Guðrún S. Gísladóttir leikari, Gunnar Kristjánsson prestur, Gunnþór Ingason prestur, Hallmar Sigurðsson leikari, Haraldur Ólafsson dósent, Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Heimir Pálsson kennari, Helga Kress dósent, Helga Þórarinsdóttir þýðandi, Hilmar Ingólfsson skólastjóri, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Ingibjörg Hjartardóttir bókasafnsfræðingur, Ingvar Gíslason fyrrverandi ráðherra, Jóhanna Þráinsdóttir þýðandi, Jón Ormur Halldórsson lektor, Jón R. Gunnarsson lektor, Karl Grönvold jarðfræðingur, Karl Sigurbjörnsson prestur, Karolína Eiríksdóttir tónskáld, Kári Arnórsson skólastjóri, Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi, Kristján Einar Þor varðarson prestur, Magnús T. Ólafsson fréttaskýrandi, Margrét Guðnadóttir prófessor, María Kristjánsdóttir leikstjóri, Matthías Halldórsson læknir, Ólafur H. Torfason ritstjóri, Ólafur Ólafsson landlæknir, Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi, Óttar Guðmundsson læknir, Páll Halldórsson formaður BHMR, Páll Skúlason prófessor, Ragnar Árnason jarðskjálftafræðingur, Rögnvaldur Finnbogason prestur, Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigmundur Stefánsson framkvæmdastjóri BHM, Sigríður Kristinsdóttir formaður SFR, Sigríður S. Rögnvaldsdóttir fulltrúi, Sigurbjörn Einarsson biskup, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Sigurður Björnsson læknir, Sigurður Harðarson arkitekt, Sigurður Haukur Guðjónsson prestur, Sigurður Pétursson sagnfræðingur, Sigurður R. Gíslason jarðefnafræð ingur, Sigurður Steinþórsson pró fessor, Sigurjón Björnsson prófess or, Siv Friðleifsdóttir sjúkraþjálfari, Stefán Arnórsson prófessor, Svanhildur Kaaber formaður Kennara sambands Íslands, Sveinn Einarsson leikstjóri, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, Sverrir Bergmann læknir, Vilborg Dagbjartsdóttir kennari og rithöfundur, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur, Þorbjörn Broddason dósent, Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari, Þorvaldur Örn Árnason námsstjóri, Þór Jakobsson veðurfræðingur, Þórarinn Sigurjónsson fyrrverandi alþingismaður, Þórunn S. Þorgrímsdóttir leikmyndateiknari, Ævar Kjartansson dagskárgerðarmaður, Ögmundur Jónasson formaður BSRB, Örnólfur Thorlacius rektor, Össur Skarphéðinsson aðstoðarforstjóri.
Athugasemd frá Elíasi Davíðssyni
Eftirfarandi þjóðkunnir einstaklingar neituðu að undirrita ofangreinda yfirlýsingu:
Ásmundur Stefánsson, fyrrv. forseti ASÍ
Guðmundur Emílsson, tónlistarstjóri
Guðrún Jónsdóttir, arkitekt
Gunnar Hansson, fyrrv. forstjóri IBM
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. borgarstjóri Reykjavíkur
Jakob A. Hjálmarsson, dómkirkjuprestur
Jónas Kristjánsson, ritstjóri
Katrín Fjeldsted, fyrrv. alþingiskona
Kristján Pálsson, fyrrv. alþingismaður
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, fyrrv. alþingiskona
Þorkell Helgason, fyrrv. professor